fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn á „réttri leið“ um landið – Vill hitta þig á heimavelli

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. febrúar 2019 09:44

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í kjördæmaviku mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefja hringferð um landið undir yfirskriftinni „Á réttri leið – hittumst á heimavelli“ sem varir næstu vikur og mánuði. Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi í öllum landsfjórðungum þar sem ýmist verða haldnir fundir eða vinnustaðir heimsóttir, samkvæmt tilkynningu.

Í henni segir að þar gefist heimamönnum á hverjum stað „einstakt tækifæri“ til að hitta þingmenn og ráðherra flokksins og ræða allt sem skiptir máli, stjórnmálin, atvinnulíf og mannlíf:

„Ekkert verður undanskilið og bæði horft til þess sem varðar nærsamfélagið og landið allt. Að þessu sinni fer þingflokkurinn saman sem ein heild í öll kjördæmi í stað þess að þingmenn sinni einungis að mestu sínum eigin kjördæmum. Er það m.a. til að undirstrika að þótt þingmenn séu kjörnir til setu á Alþingi fyrir eitt kjördæmi eru þeir í raun þingmenn alls landsins og mikilvægt að þeir kynnist þeim málum sem mest brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi.“

Fundirnir eru sagðir verða óformlegri en oft áður og munu allir þingmenn taka virkan þátt í hverjum fundi með spjalli við fundarmenn. Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins xd.is þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna